Fara í efni

Spennandi verkefni í Hátúni 10

 

Brynja tók nýlega ákvörðun um að hrinda af stað verkefni með það fyrir augum að auka virkni íbúa í Hátúnshúsunum þremur. Markmið verkefnisins er að íbúarnir skipuleggja sjálfir og stýri þeim atburðum og verkefnum sem ráðist verður í.
Júlía Hvanndal var fengin til að aðstoða íbúa í Hátúni 10 til að skilgreina umgjörðina fyrir verkefnið og móta skýrar reglur um það starf sem verður unnið innan ramma þess. Verkefnið hefur fengið góðar undirtektir og er margt spennandi og áhugavert á döfinni næstu tvær vikur. Búið er að skipuleggja spila- og skákklúbb, gönguferðir og boccia. Þá er einnig verið að ýta úr vör prjóna- og bókaklúbb og um miðjan mánuðinn er verið að skipuleggja bingó. 
Brynja bindur vonir við að verkefnið stuðli að virkri samfélagslegri þátttöku sem og að það muni efla íbúanna og leiða til sýnilegri og hamingjuríkari samvist íbúa í húsunum við Hátún 10.