Fara í efni

Úthlutunarreglur Brynju

Brynja leigufélag ses. (Brynja) er sjálfseignarstofnun sem hefur þann tilgang að kaupa, eiga og reka íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja. Félagið leitast við að leigja íbúðir gegn eins hóflegu gjaldi og kostur er og má ekki leigja húsnæði öðrum en öryrkjum og stofnunum sem veita öryrkjum þjónustu nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.

Markmiðið með þessum reglum er að tryggja trausta og vandaða umgjörð um skráningu á biðlista, úthlutun og leigu á íbúðum í eigu Brynju til einstaklinga. Einkunnarorð félagsins eru virðing, samvinna og húsnæðisöryggi.

Brynja sinnir hefðbundinni leiguþjónustu sem tengist rekstri og viðhaldi íbúða en veitir ekki aðra einstaklingsbundna þjónustu.

Úthlutunarreglur Brynju má sjá hér