Fara í efni

142 nýir leigusamningar á árinu 2023

Á árinu 2023 voru gerðir 142 nýir leigusamningar við aðila sem voru á biðlista hjá Brynju eftir íbúðum. Það er mikil aukning frá árunum á undan þegar fjöldi nýrra leigusamninga var um 50 hvort árið. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að mun meira hefur verið keypt af nýjum íbúðum undanfarið en áður.


Leigjendur hjá Brynju hafa möguleika að sækja um milliflutning á milli leiguíbúða, eftir 36 mánaða samfellda leigu, og var gengið frá 46 slíkum milliflutningum á árinu 2023 í samanburði 34 milliflutninga árið 2022 og 20 flutninga árið 2021.


Brynja leggur áherslu á dreift eignasafn og eru uppbyggingarsvæði félagsins á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Árborg, Akranesi og Akureyri.