Um okkur
Brynja leigufélag ses. er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur. Tilgangur félagsins er að kaupa, eiga og reka íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja. Húsnæði þetta leitast félagið við að leigja gegn eins hóflegu gjaldi og kostur er. Félagið má ekki leigja húsnæðið öðrum en öryrkjum og stofnunum sem veita öryrkjum þjónustu nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.
Félagið var stofnað árið 1966 og hét þá Hússjóður Öryrkjabandalagsins. Fyrsta verkefni þess voru stórhýsin þrjú við Hátún 10 þar sem eru rúmlega 180 íbúðir í dag. Fjárhagsleg staða félagsins breyttist mikið þegar Brynja fór að fá hlutdeild í hagnaði Íslenskrar getspár sem ÖBÍ hefur veitt félaginu frá 1987. Framlög þessi hafa verið Brynju mikilvægur stuðningur frá þeim tíma og hjálpað til við að byggja upp dreift eignasafn sem er í dag rúmlega 1000 íbúðir.
Brynja hefur sett sér þrjú yfirmarkmið í starfi sínu:
- Fjölgun íbúða fyrir öryrkja
- Tryggja félagslega dreifingu
- Viðhalda hóflegu leiguverði
Gildi félagsins eru:
- Virðing
- Samvinna
- Húsnæðisöryggi
Starfsemi og uppbygging félagsins tekur mið af öllum þessum þáttum.