Umgengnisreglur Brynju
Umgengnisreglur Brynju leigufélags ses.
- Leigjandi eða fólk á hans vegum skal ganga vel um eignina sem leigð er af Brynju, sameign og lóð. Leigjendur skulu frá 23:00 til 7:00 ekkert aðhafast í íbúðum, í sameign eða á lóð hússins, sem raskað getur heimilisfrið og svefnró annarra íbúa. Ávallt skal forðast háreysti í sameign.
- Reykingar eru með öllu bannaðar í sameign hússins.
- Dýrahald er bannað í íbúðum Brynju og nær bannið einnig til heimsókna dýra.
- Útidyr skulu jafnan læstar, sem og allar hurðir að sameiginlegum húsrýmum.
- Ekki má skilja eftir fyrir útidyrum eða á gangvegum við húsið, vélknúin faratæki, reiðhjól eða annað, sem valdið getur truflun á aðkomu og umferð við húsið.
- Óheimilt er að geyma muni, reiðhjól, barnavagna, fótabúnað eða annað það, sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði í sameigninni.
- Í sameiginlegri reiðhjóla- og vagnageymslu er einungis heimilt að geyma reiðhjól og barnavagna, barnakerrur eða barnasleða. Þar má alls ekki geyma vélknúin ökutæki, né heldur vélhjól eða snjósleða.
- Óheimilt er að hafa á svölum hluti, búnað eða nokkuð er valdið getur óþægindum, ónæði eða spillir útliti hússins eða heildarmynd þess. Óheimilt er að fóðra fugla í gluggum, svölum eða í sameign.
- Leigjendur eru ábyrgir fyrir sameiginlegum skyldum sínum við þrif á sameign þar sem það á við.
- Sorp skal flokka í viðeigandi tunnur og leigjendur skulu ganga vel um sorpgeymslu.
- Í sameiginlegum bílastæðum má eingöngu geyma bíla á númerum.
- Eingöngu má nota viðurkenndar hleðslustöðvar og búnað til að hlaða ökutæki og önnur rafknúin tæki.
- Sé hið leigða í fjöleignarhúsi er leigjanda skylt að fara eftir húsreglum viðkomandi húsfélags.
Reglur þessar eru óaðskiljanlegur hluti af leigusamningum Brynju og brot á þeim geta varðað riftun leigusamnings samkvæmt 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994.