Upplýsingar fyrir nýja leigjendur
Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við upphaf leigu.
Nauðsynlegt er að skrá lögheimilisflutning til Þjóðskrár á skra.is
Dragist að færa lögheimili getur það haft áhrif á greiðslu húsnæðisbóta, sem og annarra bóta er leigjandi kann að eiga rétt á.
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem er ætlað að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Sótt er um húsnæðisbætur á vefsíðunni hms.is
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning vegna greiðslu á húsaleigu umfram hefðbundnar húsnæðisbætur. Sækja þarf um stuðninginn hjá velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna.
Hjá Tryggingastofnun er hægt að sækja um heimilisuppbót að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sótt er um á tr.is
Öllum leigjendum Brynju ber að fara eftir umgengnisreglum Brynju, sjá hér. Einnig ber öllum leigjendum að fara eftir húsreglum í því fjölbýlishúsi er þau leigja í.
Sé þörf á viðhaldi á leigutíma þarf að fylla út viðhaldsbeiðni á heimasíðu Brynju brynjaleigufélag.is