Fara í efni

Brynja og Hafnarfjarðarbær undirrita samning um íbúðir


Brynja og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um stofnframlag til kaupa á íbúðum í Hafnarfirði. Samningurinn gildir um kaup á allt að tíu almennum íbúðum. Stofnvirði kaupáætlunar Brynju nemur alls 562 milljónum króna og nemur stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar ríflega 67 milljónum króna. Brynja mun stefna að því að kaupa nýjar íbúðir í samræmi við samkomulag þetta á árinu 2022 sem ættu þá allar að verða komnar í rekstur á árinu 2023.


Meðfylgjandi mynd var tekin í Ráðhúsi Hafnarfjarðar þegar Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju undirrituðu samninginn.