Fara í efni

Leiguverð

Leiguverð er uppfært mánaðarlega í takt við þróun vísitölu til verðtryggingar. Leiguverð er hóflegt en þarf að vera sjálfbært þannig að það standi undir rekstrar- og fjármagnskostnaði félagsins á hverjum tíma. Leiguverð er mismunandi eftir svæðum og tekur mið af fasteignamati eignar og er endurskoðað á þriggja ára fresti.

Leiguverð 1. október 2023

Einstaklingsíbúðir: Leiguverð frá 110.000 til 135.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða 32 m2–45 m2.

2ja herbergja íbúðir: Leiguverð frá 135.000 til 175.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða 42 m2–110 m2 og með eða án stæðis í bílageymslu.

3ja herbergja íbúðir: Leiguverð frá 175.000 til 210.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða frá 70 m2–120 m2 og með eða án stæðis í bílageymslu.

4ra-5 herbergja íbúðir: Leiguverð frá 210.000 til 250.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða frá 85 m2–150 m2 og með eða án stæðis í bílageymslu.

Fyrirvari: Ofangreind leiguverð eru einungis viðmiðunarverð og geta breyst án fyrirvara. Leiguverð einstakra íbúða er reiknað út frá verðmæti þeirra og áætluðum rekstrarkostnaði.

Öll ofangreind leiguverð eru án greiðslu í hússjóð. Leigjendur geta síðan sótt um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning eftir því sem við á.

Ekki eru sendir greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað og þá gegn gjaldi. Leiga er fyrirframgreidd með galddaga og eindaga fyrsta virka dag hvers mánaðar. Dráttarvextir eru reiknaðir ef greitt er eftir eindag. Við upphaf leigutíma bætist við tryggingarfé sem er jöfn upphæð og eins mánaðar leiguverð.