BRYNJA Leigufélag

BRYNJA - Hússjóður ÖBÍ, Hátúni 10, er sjálfseignarstofnun, stofnaður 1. nóvember 1965. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir.

Tilkynningar

Nýr framkvæmdarstjóri Brynju leigufélags
Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Brynju Leigufélags frá og með 4. nóvember 2021

LOKAÐ FYRIR NÝJAR UMSÓKNIR

Vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna hjá BRYNJU Leigufélagi
er því miður ekki unnt að taka við nýjum umsóknum. Lokað var fyrir nýjar umsóknir í október 2018 en þá voru 611 umsækjendur á biðlista eftir húsnæði.
Í september 2021 eru 280 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum.

Með móttöku nýrra umsókna væri einungis verið að viðhalda óraunhæfum væntingum og beina athygli frá því neyðarástandi sem uppi er
húsnæðismálum öryrkja.

Stjórn BRYNJU Leigufélags þykir miður hvernig komið er og væntir þess að stjórnvöld bregðist við af þeirri ábyrgð sem þeim ber.